
Úlfar Lúðvíksson, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, var tekinn á teppið af Hauki Guðmundsson, ráðuneytisstjóra hjá dómsmálaráðuneytinu, í kjölfar viðtals sem Úlfar veitti í janúar í fyrra um farþegaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.
Í bréfi sem Úlfari barst og Morgunblaðið hefur undir höndum segir að ráðuneytið „afar mikilvægt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum gæti þess framvegis að veittar verði réttar og nákvæmar upplýsingar á opinberum vettvangi og að þess verði sérstaklega gætt að gefa ekki upp opinberlega viðkvæmar upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á löggæsluhagsmuni,“ en Úlfar hafði gagnrýnt að ekki hafi verið hægt að fá upplýsingar frá öllum flugfélögum sem lenda á Íslandi um hverjir séu um borð í flugvélum þeirra.
Frumvarp um að afhendingu slíkra gagna var lagt fram af dómsmálaráðherra í mars á þessu ári og er fyrstu umræðu um það lokið.
Úlfar, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hætti sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða hans yrði auglýst laus. Úlfari var boðið að taka við sömu stöðu á Austurlandi en ákvað frekar að hætta.
Komment