
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að lögregla hafi haft afskipti af ökumanni sem reyndist ekki vera kominn með aldur til þess að aka bifreið. Ásamt ökumanninum voru í bifreiðinni nokkrir jafn ungir aðilar sem allir voru sóttir af foreldrum á lögreglustöð.
Lögreglan var kölluð til vegna umferðaróhapps þar sem ökumaður hafði ekið út af. Hann var farinn af vettvangi en vitni voru að atvikinu og málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Bílstjóri var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Í ljós kom að ökumaður var einnig sviptur ökuréttindum.
Bílstjóri var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Ökumaðurinn var þá einnig sviptur án gildra ökuréttinda en var látinn laus úr haldi lögreglu eftir sýnatöku.

Komment