1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Til baka

Upptökur úr Teslu notaðar sem sönnunargögn í Þorlákshafnarmálinu

Tennur fundust í aftursæti bílsins

Gufunes
GufunesHjörleifur fannst illa farinn við stíg á Gufunesi í mars síðastliðnum.
Mynd: Google Maps

Upptökur úr myndavélabúnaði Teslu-bifreiðar eru meðal þeirra sönnunargagna sem lögð hafa verið fram í hinu svokallaða Þorlákshafnarmáli, að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, sem ræddi við RÚV um málið.

Þótt upptökurnar sýni ekki beinar myndir af líkamsárásinni á Hjörleif Hauk Guðmundsson, sem lést af völdum alvarlegs ofbeldis, segir Karl Ingi að þær varpi mikilvægu ljósi á gang atburða og hreyfingar sakborninga.

Að sögn ákæru voru hinir ákærðu, fjórir karlmenn og ein kona, með Hjörleif í bifreið í um fimm klukkustundir þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. Hann var að lokum skilinn eftir illa farinn og nærfatalaus á göngustíg í Gufunesi, þar sem hann fannst látinn.

Teslu-bílar eru með innbyggðum myndavélabúnaði sem tekur upp bæði þegar bíllinn er í akstri og þegar hann stendur kyrr, sem varð til þess að upptökur úr bílnum komu lögreglu í hendur.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fundust tennur í aftursæti bílsins en Karl Ingi staðfestir að sakborningarnir hafi farið með bifreiðina í bílaþvott sama dag og þeir voru handteknir og að tennur hafi fundist í bílnum.

Í ákærunni kemur fram að fimm tennur hafi verið brotnar í Hjörleifi og poki settur yfir höfuð hans til að þvinga hann til að gefa upp aðgangsorð að heimabanka sínum. Þá segir einnig að sakborningarnir hafi haft í hyggju að hafa fé af konu Hjörleifs með hótunum um frekara ofbeldi.

Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Sá fjórði er ákærður fyrir peningaþvætti vegna millifærslu sem barst inn á hans reikning úr heimabanka fórnarlambsins. Konan í málinu er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni, með því að hafa haft samband við Hjörleif.

Aðalmeðferð málsins fer fram í lok ágúst.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

„Maðurinn minn bannaði mér það“
Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás
Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Loka auglýsingu