
Þór Bæring ÓlafssonHefur unnið á K100 í langan tíma
Mynd: Facebook
Útvarpsmaðurinn geðþekki Þór Bæring Ólafsson hefur stofnað fyrirtækið London Calling ehf. í gegnum félag sitt M135 ehf.
Hann er þó ekki einn á ferð en Vel gert ehf. er sömuleiðis skráð fyrir félaginu.
Ferðahaukurinn Bragi Hinrik Magnússon er skráður sem formaður stjórnarinnar og er Þór skráður sem meðstjórnandi. Hulda Hlín Ragnars er svo skráð í varastjórn.
Þór er svo skráður framkvæmdastjóri en hann fer með prókúruumboð ásamt Braga.
Samkvæmt Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins að sinna starfsemi eignarhaldsfélaga. Einar Sverrir Sigurðsson er endurskoðandi þeirra.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment