
Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH og Sjálfstæðismaðurinn, hefur tekið þá ákvörðun að fara í mál við Hafnarfjarðarbæ.
Ástæðan er að bæjaryfirvöld afhentu fjölmiðlum svarta skýrslu sem Deiloitte hafði unnið um knatthúsið Skessuna og var aðkoma Jóns í þeim málum greinileg.
Það vita allir Hafnfirðingar að Jón Rúnar hefur gert gríðarlega mikið fyrir íþróttalífið í bæjarfélaginu og þá sérstaklega knattspyrnu. Er sagt að hann hafi lengi litið á sig sem óformlegan bæjarstjóra.
Það eru hins vegar margir í bæjarfélaginu orðnir vel þreyttir á hegðun mannsins og þykir í raun ótrúlegt að honum detti í hug að fara í mál við bæinn og vilji fá „táknrænar skaðabætur“ upp á tvær og hálfa milljón þegar hann ætti að vera gífurlega þakklátur bæjaryfirvöldum Hafnarfjarðar ...

Komment