
Brotist var inn í bíl í Laugardalnum síðustu nótt og talsverðum verðmætum stolið. Hinn meinti þjófur náðist á upptöku að reyna brjótast inn í fleiri bíla í nálægri götu.
Björn Kári Sigurbjörnsson, eigandi bílsins sem brotist var inn í, segir við Mannlíf að 35 þúsund krónum í reiðufé hafi verið stolið ásamt rakspíra sem kostaði 15 þúsund krónur. Einnig hafi málningadunki með bílamálningu verið stolið. Þá segir Björn að þjófurinn hafi skilið bílinn eftir í rúst að innan og haft mikið fyrir því að finna eitthvað til að stela.
Hann segist ekki haft lent í svona atviki áður en þjófnaðurinn verður kærður til lögreglu. Björn segist viss um að sama manneskja hafi brotist í bílinn hans og náðist á upptöku að reyna fara í aðra bíla. Var sú manneskja á ferli rétt fyrir klukkan þrjú um nótt.
„Þetta er svo þreytt, að koma út í bíl og allt í rusli,“ sagði Björn að lokum.
Í hverfishóp sem ætlaður er fyrir íbúa á Laugarnesi nefna nokkrir einstaklingar að farið hafi verið inn í bíl þeirra í nótt. Þá telja nokkrir íbúar að hinn meinti þjófur sé þekktur innan hverfisins.
Komment