
Friðarsinnar í Berlín í morgunEkki eru allir sáttir við að Þýskaland byggi upp hernaðargetu að nýju, en við viðsnúning eða brotthvarf Bandaríkjanna hefur þótt skapast þörf fyrir sjálfbærni Evrópu í vörnum.
Mynd: AFP
Friedrich Merz, verðandi Þýskalandskanslari, færði í dag rök fyrir stóraukningu á útgjöldum til varnarmála í Þýskalandi. Hann sagði að fyrsta skrefið yrði þannig tekið til að stofna „nýtt evrópskt varnarbandalag“.
Þá sagði hann að inni í varnarbandalaginu yrðu ríki eins og Bretland og Noregur. Þýskaland hefur þegar hafið samstarf við Noreg, sagði Merz. Bæði ríkin hafa ákveðið að kaupa kafbáta af sömu gerð. Þessi sameiginlega hönnun á að spara kostnað og auðvelda samstarf. Sömuleiðis hafa Noregur og Danmörk rætt aukið samstarf um hernaðarmál.
Ekki er ljóst hvort íslensk yfirvöld hafi leitað nánara samstarfs.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment