Íþróttafélagið Víkingur Reykjavík hefur samþykkt að kanna möguleika á því að breyta nafni svæði félagsins í Safamýri.
Félagið fékk svæðið afhent sumarið 2022 en íþróttafélagið Fram hafði nýtt svæðið á undan Víkingi en Fram hafði þá flutt í Úlfarsárdal. Svæðið hefur í daglegu tali verið nefnt Safamýrin en vellir og hús svæðisins standa við Safamýrargötu.
„Nafnanefndin mun strax opna fyrir tillögur frá Víkingssamfélaginu um nýtt nafn fyrir íþróttasvæði Víkings í Safamýri og óskar eftir því að allar tillögur liggi fyrir eigi síðar en 14. desember nk. Nafnanefnd mun í kjölfarið gera tillögu/tillögur um nýtt nafn til aðalstjórnar félagsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Stuðningsmenn eru beðnir að senda inn tillögur að nöfnum í tölvupósti með rökstuðningi.
Nokkur nöfn hafa borist á samfélagsmiðlum frá fólki og má nefna: Myrkraverk, Meistaramýri, Safinn og Hæðargarður.
Í nafnanefndinni sitja:
Björn Bjartmarz
Nanna Guðmundsdóttir
Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir
Ágúst Ingi Jónsson
Valgerður Arnardóttir


Komment