
Par sem þekkti hinn 65 ára mann sem lést á spítala eftir að hafa fundist milli heims og helju á göngustíg í Gufunesi, segir hann hafa verið „gull af manni“.
Sjö manns sæta gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknar lögreglunnar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi frá því í síðustu viku. Hluti þeirra er sagður partur af tálbeituhópi sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Samkvæmt DV höfðu hin grunuðu af manninum þrjár milljónir króna eftir að hafa gengið í skrokk á honum. Var hann enn á lífi þegar hann fannst illa farinn á göngustíg í Gufunesi. Samanlagt hafa 11 manns verið handtekin vegna málsins, þar af tvær konur en sjö sitja nú í gæsluvarðhaldi.
„Gull af manni“
Maðurinn starfaði á verkstæði flutningafyrirtækis árið 2019 en hafði þá þegar orðið fyrir framheilabilun, sem ágerðist seinna meir.
Kona manns sem starfaði með manninum, en vill ekki koma fram undir nafni, segir í samtali við Mannlíf manninn hafa verið hörkuduglegan starfsmann:
„Hann var gull af manni, vildi öllum vel og passaði upp á vini sína og fjölskyldu, dáði barnabörnin og fannst gaman að grínast í vinum sínum. Vinnuþjarkur alveg fram í fingurgóma og hörkuduglegur maður, kvartaði aldrei undan þreytu eða neinu.“
Komment