1
Innlent

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

2
Fólk

Þórsmörk sett á sölu

3
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

4
Fólk

Ráðherra sprakk úr hlátri

5
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

6
Innlent

Rakel tekur við í janúar

7
Fólk

Simmi fer í meðferð

8
Innlent

Elí Helgi gekk í skrokk á liggjandi manni með kylfu

9
Heimur

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði

10
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Ólafur Ágúst Hraundal

Virðing fanga mæld í excel-skjali

Ólafur Ágúst Hraundal
Ólafur Ágúst Hraundal

Það hefur lengi þótt þægilegt að horfa á málefni fanga með blinda auganu. En ef við viljum raunverulega standa undir nafni sem siðmenntað þjóðfélag, þá verðum við að endurskoða hvernig komið er fram við fanga, ekki síst hvað varðar launakjör og rétt þeirra til að viðhalda tengslum við fjölskyldu sína.

Vinna án virðingar

Laun fanga eru skammarlega lág. Þeir sem stunda vinnu, nám eða taka þátt í virkni innan fangelsis fá 415 krónur á tíman. Þetta gerir lítið úr vinnuframlagi þeirra. Þó einstaklingur sé sviptur frelsi, losnar hann ekki undan ábyrgð. Hann þarf að borga reikninga, standast skil og er jafnvel með fjölskyldu og greiðir barnameðlög. Hver er ávinningurinn ef að hann neyðist til að fara í gjaldþrot og missir allt sitt? Ef fangi kemur út reiður og örvæntingarfullur, þá höfum við sem samfélag brugðist honum.

Óaðgengilegt fjölskyldulíf

Ofbeldi finnst víða þegar við skoðum hvernig fangelsiskerfið meðhöndlar mannleg tengsl. Reglur um dagsleyfi og fjölskylduleyfi eru bæði stífar og ósveigjanlegar og virðast ekki miðað við mannúð heldur gamaldags tortryggni. Þeir sem geta sótt um fjölskylduleyfi eru fangar sem afplána a.m.k. 14 ára dóm. Þessar reglur útiloka að meginn þorri fanga geti fengið fjölskylduleyfi. Og eytt nótt með fjölskyldu sinni þriðja hvern mánuð. 

Til að bæta gráu ofan á svart þarf fangi að hafa verið í dagsleyfum í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskylduleyfi og til þess að fá fyrsta dagsleyfið þarf hann að hafa afplánað þriðjung dómsins. Að það sé ekki neinn hvati í kerfinu t.d. fyrir góða hegðun eða fyrir að vera virkur í námi, starfi eða endurhæfingu. Kerfið horfir aðeins á excel-skjal sem er tengt við dagatal, ekki einstaklinginn.

Þegar Vernd verður múr frekar en brú

Það er til umhugsunar að þeir sem eru komnir á Vernd, þar sem markmiðið á að vera félagsleg aðlögun, hafa ekki rétt á fjölskylduleyfi. Ef þeir eru ekki komnir á það áður en þeir koma á Vernd. Sá sem er kominn út í samfélagið að degi til og hefur sýnt að hann getur axlað ábyrgð, fær ekki að gista heima hjá sér, hjá konu og börnum, þriðja hvern mánuð. Af hverju? Er það vegna þess að stjórnendur Verndar hafa lagst gegn því eða er það Fangelsismálastofnun? Stjórnast kerfið af fortíðardraugum?

Hver er tilgangurinn með Vernd ef ekki að hjálpa einstaklingum að stíga næsta skref út í samfélagið? Er Vernd er orðið fangelsi undir nýju nafni, þar sem valdið hefur stigið stjórnendum til höfuðs?

Endurskoðun eða áframhaldandi vanvirðing

Við verðum að endurskoða þetta kerfi frá grunni. Af hverju eru fjölskylduleyfi tengd við lengd dóms, ekki einstaklinginn sjálfan? Af hverju látum við fastar tímasetningar ráða frekar en persónubundið mat?

Fangelsi eiga ekki að vera kaldir steinveggir sem tálmar einstakling frá lífinu og almennum tengslum við samfélagið. Þau eiga að vera miðstöðvar sem bæta/endurhæfa og skila betri einstakling út í samfélagið, þau eiga að vera brú að nýju lífi.

Við getum ekki boðað mannréttindi og talað fyrir endurhæfingu eða betrun, en svo þegar það kemur að framkvæmt þá er engin við. Ef við viljum sjá raunverulega samfélagslega ábyrgð, þá verðum við að hækka laun fanga, tryggja og styrkja tengsl fjölskyldna og meta einstaklinga út frá eigin verðleikum, hættum að einblína á tíma dóms og Excel-skrár.

Meðan ekkert breytist, sitjum við föst í kerfi fortíðar, þar sem refsing felur ekki aðeins í sér frelsissviptingu, heldur mann fyrirlitningu án tengsla og tækifæra til nýs lífs.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samkynhneigð hjónabönd fá vernd innan ESB
Heimur

Samkynhneigð hjónabönd fá vernd innan ESB

Banna hunda- og kattaát í einni fjölmennustu borg heims
Heimur

Banna hunda- og kattaát í einni fjölmennustu borg heims

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði
Landið

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði

Ráðherra sprakk úr hlátri
Myndir
Fólk

Ráðherra sprakk úr hlátri

Zelensky tilbúinn að samþykkja friðartillögu Trumps
Heimur

Zelensky tilbúinn að samþykkja friðartillögu Trumps

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“
Pólitík

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“

Hjörvar fer í kvikmyndabransann
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði
Myndband
Heimur

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði

Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði
Fólk

Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

Þórsmörk sett á sölu
Myndir
Fólk

Þórsmörk sett á sölu

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu