
Fimmti brot hennar af þessum togaFyrsta brot var árið 2016
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Agnes Gróa Jónsdóttir hefur verið dæmd í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Suðurlands.
Agnes var tekin við að keyra undir áhrifum amfetamíns um Suðurhóla á Selfossi en lögreglan stöðvaði akstur hennar við Nauthóla. Hún mætti ekki við þingfestingu málsins. Í dómnum er tekið fram að þetta sé í fimmta skipti sem Agnes er dæmd fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða ávana og fíkniefna. Fyrst gerðist það árið 2016 og síðast árið 2022.
Ásamt því að vera dæmd í óskilorðsbundið fangelsi var hún einnig svipt ökurétti ævilangt. Þá þarf hún sömuleiðis að greiða sakarkostnað samtals 133.458 krónur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment