Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti en dómur í málinu féll fyrir stuttu síðan en Vísir greinir frá því. Einn dómari í málinu skilaði sératkvæði og vildi sakfella.
Albert hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur og var málinu áfrýjað.
Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði konan þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.
Þegar Albert var upphaflega kærður mátti hann ekki leika með íslenska landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli.
Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir en hann hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 14 mörk. Albert spilar nú með ítalska liðinu Fiorentina en liðinu hefur gengið mjög illa á tímabilinu.


Komment