1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

4
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

5
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

6
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

7
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

8
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

9
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

10
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

Nauðgunarákæra og ásakanir um lélegt hugarfar hafa sett svip sinn á stórkostlega knattspyrnuhæfileika Alberts Guðmundssonar

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinuMiklir hæfileikar en hefur verið umdeildur í gegnum árin.
Mynd: KSÍ

Mikil óvissa ríkir um framtíð Albert Guðmundssonar en hann er án nokkurs vafa einn af hæfileikaríkustu knattspyrnumönnum Íslands á þessari öld. Þrátt fyrir augljósa knattspyrnusnilli hafa önnur mál í kringum Albert vakið mikla athygli hérlendis og erlendis. Hann var meðal annars ákærður fyrir nauðgun og hafa reynslumiklir knattspyrnumenn sett út á hugarfar hans. Ekki liggur fyrir með hvaða liði Albert mun spila á næsta tímabili.

Með fótbolta í blóðinu

Albert Guðmundsson fæddist í Reykjavík 15. júní árið 1997 og er því 28 ára gamall. Foreldrar Alberts eru Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir og eru þau bæði fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu. Þá er afi Alberts, hann Ingi Björg Albertsson, einn besti sóknarmaður sem hefur spilað á Íslandi. Langafi Alberts er svo Albert Guðmundsson en hann spilaði meðal annars fyrir stórliðin Arsenal og AC Milan og varð síðar fjármálaráðherra Íslands.

Frábært gengi með félagsliðum

Snemma í yngri flokkum var ljóst að Albert væri hæfileikaríkur knattspyrnumaður en hann spilaði með KR þar til hann gekk til liðs við hollenska liðið Heerenveen aðeins 16 ára gamall. Hann hafði á undan því farið tvisvar sinnum í reynslu til enska stórliðsins Arsenal, rétt eins og langafi hans.

Albert Guðmundsson ungur
Ungur Albert Guðmundsson (til vinstri) hjá HeerenveenVar talinn gífurlega efnilegur.
Mynd: Morgunblaðið
„Hann getur lært heilmikið hér. Ef hann hefur sömu hæfileika og hugsun og pabbi sinn þá á hann alla möguleika á að ná langt.“
Albert Finnbogason, þáverandi leikmaður Heerenveen og Íslands.

Árið 2015 gekk hann svo til liðs við hollenska stórliðið PSV. Albert varð fljótt einn af mikilvægustu leikmönnum varaliðs PSV en náði aldrei að festa sig í sessi í aðalliði PSV. Árið 2018 skipti Albert svo í hollenska liðið AZ Alkmaar þar sem hann blómstraði og var snöggur að komast í byrjunarliðið. 

En þó að Alberti hafi gengið vel með félagsliði sínu þá átti hann sína gagnrýnendur. Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, gagnrýndi hann harðlega eftir að Albert mætti í viðtal eftir leik með demants eyrnalokka. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en hann var búinn að setja á sig tvo demants eyrnalokka. Hann fór inn í búningsklefa til að setja á sig eyrnalokka án þess að fara í sturtu,“ sagði De Boer sem var einnig ósáttur að Albert, sem hann hafði þá búið í Hollandi i tæpan áratug, hafi talað ensku í viðtalinu.

„Hann talar ekki hollensku eftir sjö ár. Það segir sitt um hugarfarið í þessum strák. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé upptekinn af öðrum hlutum. Ég fór sjálfur í viðtal á spænsku eftir fjóra mánuði hjá Barcelona.“
Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands.
Albert Guðmundsson AZ
Albert í leik með AZ AlkmaarVar í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.
Mynd: AZ Alkmaar

Albert var svona keyptur til ítalska liðsins Genoa, sem féll úr efstu deild stuttu síðar, í janúar 2022. Albert varð fljótt einn af bestu leikmönnum liðsins og fór að vekja athygli stórliða bæði á Ítalíu og Englandi. Lið á borð við Inter Milan, Tottenham og Napoli íhuguðu öll að kaupa Albert en það var svo Fiorentina sem fékk hann á lánssamningi sumarið 2024 og á félagið forkaupsrétt á honum sem rennur út í lok júní á þessu ári.

Everton á Englandi og Inter Milan á Ítalíu eru sögð hafa áhuga á að kaupa Albert ákveði Fiorentina að kaupa hann ekki.

„Sparileikmaður“ með landsliðinu

Góður árangur Alberts með félagsliðum og sýnilegir hæfileikar hans hafa þó ekki náð að skila sér í íslenska landsliðið en flestir eru á því að Albert hafi aldrei náð að skína með því á sama hátt og hann hefur gert með félagsliðum þrátt fyrir að hafa fengið ótal tækifæri en hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2017 og fór með Íslandi á HM í Rússlandi árið 2018. Þá hefur hugarfar hans og metnaður með landsliðinu verið gagnrýnt og stundum verið kallaður „sparileikmaður“ af stuðningsmönnum Íslands.

Albert komst svo heldur betur í fréttirnar árið 2022 þegar hann var ekki valinn í landsliðið af Arnari Þór Viðarssyni, þáverandi landsliðsþjálfara.

„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts.”
Arnar Þór Viðarsson, þáverandi landsliðsþjálfari.

Albert var aldrei valinn aftur í landsliðið meðan Arnar var landsliðsþjálfari. Hann snéri aftur í hópinn þegar hinn norski Åge Hareide tók við starfinu sem landsliðsþjálfari. Þá náði hann loksins að sýna hæfileika sína þegar Ísland náði næstum að tryggja sér sæti á EM í knattspyrnu en Albert skoraði í fjögur mörk í leikjum gegn Úkraínu og Ísrael.

Albert Guðmundsson liðsmynd
Ísland með Albert innanborðsHefur spilað 41 landsleik fyrir hönd Íslands.
Mynd: KSÍ

Ákærður fyrir nauðgun

Einkalíf Alberts varð svo að einu heitasta umræðuefni Íslands þegar hann var kærður fyrir nauðgun í ágúst 2023. Vegna reglna KSÍ mátti Albert ekki keppa fyrir hönd Íslands þar til málinu lauk. Það hafði þó ekki nein áhrif á stöðu hans hjá Genoa á Ítalíu en félagið stóð þétt við bak Alberts.

Málið var látið niður falla og nýtti KSÍ tækifæri og valdi Albert í landsliðshópinn sem mætti Ísrael og Úkraínu. Niðurfellingunni var hins vegar áfrýjað en KSÍ ákvað að halda Alberti í hópnum þrátt fyrir að slíkt væri brot á reglum sambandsins. KSÍ bar fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum og sagði að Albert hafi ekki sætt rannsókn á þeim tímapunkti sem hann var valinn í hópinn.

„Ég er sannfærður um að réttlætnu verði fullnægt, því ég er saklaus.“
Albert Guðmundsson

Eftir að málinu var áfrýjað var ákveðið að landsliðsmaðurinn yrði ákærður fyrir nauðgun. Hann var að lokum sýknaður í október 2024 en dómarinn mat framburð Alberts trúverðugri en framburð konunnar. Þá er hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum en Albert neitaði ávallt sök í málinu.

Stuttu eftir að Albert var ákærður greindu fjölmiðlar frá því að þau Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, barnsmóðir hans, væru hætt saman.

Albert Guðmunds Guðlaug
Albert og Guðlaug saman á góðri stunduHættu saman eftir að Albert var ákærður.
Mynd: Instagram
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Sport

Ingibergur Þór Jónasson Grindavík körfubolti
Sport

Goðsögn til Grindavíkur

Helgi Magnússon hefur ákveðið að taka fram þjálfaraskóna á nýjan leik og mun hann verða aðstoðarþjálfari hjá Grindvíkingum
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Sport

„Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Sport

Lætur málþófið ekki stoppa sig og ætlar „að fylgjast með stelpunum á EM“

Bryndís Arna
Sport

Kolbrún er sennilega elsti stuðningsmaður Íslands á EM

Heiðrún Anna Hlynsdóttir golf
Sport

Landslið kylfinga sem keppa á EM í sumar valið

Bjössi og John
Sport

Víkingar taka til og láta tvo þjálfara fjúka

Loka auglýsingu