Ýmis mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins í dag en í dagbók hennar greinir hún frá því að maður hafi verið handtekinn fyrir þjófnað í miðbænum. Hann var svo vistaður í fangaklefa vegna ástands, eins og lögreglan orðar það.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í Laugardalnum en ekki liggur fyrir hver gerandi er í því máli. Þá var einn maður sektaður í Laugardalnum fyrir að aka á móti einstefnu.
Ökumenn í Garðabæ voru ekki að fylgja lögum samkvæmt lögreglu en þar var einn tekinn fyrir að aka númerslausri bifreið og annar grunaður um að aka undir áhrifum áfengis.
Brotist var inn í fyrirtæki í Kópavogi þar sem var rænt og ruplað en ekki liggur fyrir hver var þar á ferðinni.
Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í Árbænum fyrir líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Komment