Miklar umræður hafa skapast í samfélaginu um Vítisenglana, eða Hells Angels eins og þeir eru kallaðir erlendis, í kjölfar þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór að vakta félagsheimili þeirra í Kópavogi í auknum mæli. Samtökin eru flokkuð alþjóðleg glæpasamtök.
Blaðamaður og ljósmyndari á vegum Heimildarinnar fengu leyfi samtakanna til að mæta í veislu sem samtökin héldu fyrir tveimur helgum.
Áður en inn í veisluna var haldið þurftu þeir hins vegar að eiga í samskiptum við lögregluna, sem gerði kröfu á leita á þeim báðum. Blaðamaður spurði hvort hann mætti sleppa við að láta leita á sér.
Samtal blaðamanns við lögreglumann
Lögreglumaður - „Hvað segirðu?“
Blaðamaður - „Af hverju má ég ekki fara í partíið ef ég hafna því að það sé leitað á mér?“
Lögreglumaður - „Hvað meinarðu?“
Blaðamaður „Ef ég hafna því að láta leita á mér, fæ ég þá ekki að fara í partíið?“
Lögreglumaður - „Við erum að hafa eftirlit með þessu.“
Blaðamaður - „Hvað gerist ef ég hafna því að láta leita á mér?“
Lögreglumaður - „Ha?“ Blaðamaður endurorðaði spurninguna og bætti við hvort hann mætti ekki bara ganga niður götuna og gera það sem hann vildi.
Lögreglumaður - „Gera?“
Blaðamaður - „Já.“
Lögreglumaður - „Þú ert búinn að segja mér að þú sért að fara í partí, ef þú neitar að leyfa leit á þér þá ætlum við ekki að hleypa þér áfram.“
Blaðamaður - „Áður en ég fer í partíið, hvaða aðgerð er í gangi hérna?“
Lögreglumaður - „Ég er ekki að fara að tjá mig um það, ég ætla að fá símanúmerið hjá þér.“ - Blaðamaður gaf þær upp þær upplýsingar
Lögreglumaður - „Við erum bara að reyna að vinna vinnuna okkar eins og þið.“
Blaðamaðurinn leyfði lögreglunni að leita á sér í kjölfarið og fór í veisluna.
Komment