
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að tilkynnt var um aðila sem var til vandræða utan við fjölbýlishús. Kom svo í ljós að lögregla var búin að ræða við manninn fyrr um daginn og gefa honum séns á að verða af hegðun sinni annars staðar í bænum. Hann var í mjög slæmu ástandi sökum neyslu fíkniefna og ekki hæfur til að vera meðal almennings. Endaði svo að hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands og brot á lögreglusamþykkt.
Tilkynnt var um aðila sem braut rúðu í heimahúsi, húsráðandi fór á eftir geranda en missti af honum. Náði húsráðandi þó að gefa góða lýsingu af geranda. Seinna um daginn urðu lögreglumenn varir við mann sem passaði við lýsinguna. Kom í ljós að þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann. Hann vistaður í fangaklefa vegna málsins og verður tekin skýrsla af honum þegar af honum rennur víman.
Tilkynnt var um slagsmál í heimahúsi. Þarna hafði dagdrykkjan farið ill í fólkið og einn aðilinn lamið tvo aðra með höggum og einnig bitið annan þeirra. Gerandi var handtekinn og vistaður vegna málsins.
Komment