
Það er hægt að fá ýmislegt á Brask og brall en hann Daniel Ivánovics hefur ákveðið að selja rútu sem hann innréttaði upphaflega sem íbúð.
„Hér er þessi fallegi, hálfkláraði verkefnabíll. Ég hef sett nærri 2 milljónir í að innrétta hann. Hann var ætlaður sem íbúð til framtíðar, en hann gæti líka auðveldlega verið notaður fyrir Airbnb eða veitingastaðaverkefni.
Vélin, gírkassinn og stýringin virka fullkomlega. Fjöðrunin lyftist stundum, stundum ekki. Bíllinn er núna hjá Framrás í Vík vegna þessa vandamáls,“ skrifar Daniel á Brask og brall.
Samkvæmt honum eru rafmagnsstýringarnar ekki í góðu ástandi, en í heildina sé þetta fallegur bíll sem keyrir. Ætlun hans var að hafa hann kyrrstæðan, tengja hann við veitukerfi og nota sem íbúð.
„Ég er að selja hann vegna breyttra aðstæðna í lífinu – það er mjög erfitt fyrir mig, en hann verður að fara,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að í dag sé rútan tóm og að myndirnar séu aðeins til að gefa fólki hugmyndir um mögulega notkun. Þá fylgi vinur hans ekki með í sölunni.
Daniel vill fá 1.890.000 krónur fyrir rútuíbúðina en er opinn fyrir samningaviðræðum.









Komment