Daniel Bondarow hefur dæmdur í 90 daga fangelsi umferðarlaga, fíkniefnalaga- og vopnalagabrot en mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var hann einnig sviptur ökurétti í 18 mánuði.
Hann var ákærður fyrir að hafa verið að aka á Bústaðarveg við Perluna undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við leit í bílnum hans fundust margar tegundir fíkniefna og stunguvopn. Í kjölfarið var gerð leit á heimili hans þar sem fleiri tegundir fíkniefna fundust.
Daniel játaði brot sitt en hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Hann sætti upptöku á 83,17 grömmum af amfetamíni, 47 ml af kannabisblönduðum vökva, 63 stykkjum af LSD, 75,04 grömmum af maríhúana, 8 stykkjum af ritalin, 5 stykkjum af sildenafil actavis, 20 stykkjum af alprazolam krka og 5 stykkjum af suboxone, 32.500 krónum, 100 evrum og 20 pesóum, Vape fyrir THC, grárri vog að gerðinni ProScale, mulningartæki fyrir fíkniefni og stunguvopni.
Komment