
Leitin að leiðtoga Viðreisnar í borgarstjórn stendur nú sem hæst. eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir upplýsti að hún myndi draga sig í hlé. Margir eru nefndir til sögunnar en hinn útvaldi mun verða smurður í lok janúar þegar forval hefur fram.
Fullyrt er að draumaprins ráðandi afla í flokknum sé sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson. Gísli Marteinn var á sínum tíma borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hefur fyrir löngu snúið baki við þeim flokki og er talinn vera hallur undir Viðreisn.
Hann hefur yfirburðarþekkingu á borgarmálefnum og er menntaður í skipulagsfræðum. Talið er að hann muni trekkja vel að ef hann tekur slaginn og yrði borgarstjóraefni flokksins. Vandinn er sá að hann hefur það gott hjá Ríkisútvarpinu og þarf að örugglega hugsa sig vandlega um áður en hann söðlar um ...
Komment