
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við öryggisleit fundust töluvert af fíkniefnum og grunur um sölu og dreifingu.Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna aðila sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar sjúkralið reyndi að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður þar til af honum rennur.
Einn var handtekinn í miðbænum grunaður um líkamsárás og var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um ölvaðan mann sem neitaði að yfirgefa strætisvagn og fór hann sína leið eftir tiltal frá lögreglu. Þá var einnig tilkynnt um aðila sem var að taka föt úr söfnunargámi og var málið afgreitt á vettvangi.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá sem ók hraðast var mældur á 116 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þessir ökumenn eiga von á vænlegri sekt.
Komment