
Einn einstaklingur er látinn eftir umferðarslys á Tenerife í gær. Fullorðinn kona og 11 ára stelpa slösuðust alvarlega í slysinu.
Áreksturinn átti sér stað um klukkan 11:30 í gær á TF-47 veginum í suðvesturhluta Tenerife en rúta og bíll skullu saman. Allir þrír hinna slösuðu voru í bílnum. Ökumaðurinn lést á vettvangi, á meðan barnið og fullorðna konan hlutu alvarlega áverka.
Farþegi í rútunni hlaut einnig minni háttar meiðsli en þurfti ekki á leita aðstoðar á sjúkrahús.
Viðbragðsaðilar komu fljótt á vettvang samkvæmt upplýsingum fjölmiðla. Sjúkraflutningamenn hlúðu að hinum slösuðu áður en þeir voru fluttir á sjúkrahús til frekari meðferðar.
Yfirvöld hafa enn ekki komist að orsök slyssins og rannsókn stendur yfir á því að sögn lögreglu á svæðinu.

Komment