1
Heimur

Karlmaður á Tenerife látinn eftir umferðarslys

2
Peningar

Vinsæll veitingastaður skellir í lás

3
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

4
Fólk

Draumahús fyrir KR-inga til sölu

5
Innlent

Ung stúlka í annarlegu ástandi

6
Innlent

MAST varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti

7
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

8
Landið

Lögreglan varar við lífshættu fyrir börn

9
Pólitík

Miðflokkurinn eini sem tilnefndi ekki talsmann fatlaðs fólks

10
Innlent

Aðeins einn karlmaður vill verða dómari

Til baka

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Skúli Sigurðsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska bókmenntaheiminn

Skúli í Wadi Rum, skammt frá landamærum Jórdaníu og Sádi-Arabíu (2019)
Skúli í Wadi RumSkammt frá landamærum Jórdaníu og Sádi-Arabíu (2019)
Mynd: Ragnar T. Ragnarsson

Ragnarök undir jökli eftir Skúla Sigurðsson kom út á dögunum og er það fjórða bók Skúla. Það má segja að hann hafi komið eins og stormsveipur inn í íslenska bókmenntaheiminn þegar fyrsta bók hans, Stóri bróðir, hlaut Blóðdropann sem besta bók ársins 2022. Næsta bók hans, Maðurinn frá São Paulo, kom ári síðar og hlaut tilnefningu til Blóðdropans.

Í nýju bókinni, Ragnarök undir jökli, snýr Skúli sér aftur að sögusviði Stóra bróðurs þótt ekki sé um eiginlegt framhald að ræða. Tekið var hús á Skúla. 

Af hverju í ósköpunum tók starfsmaður Sameinuðu þjóðanna upp á því að skrifa glæpasögur? 

Þessi tiltekni starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hafði líka reynt fyrir sér, stundum með ágætum árangri, sem lögfræðingur, blaðamaður, barþjónn, hljómsveitahundur, uppvaskari, leiðsögumaður og ferðalangur þannig að þetta var kannski bara enn ein tilraunin sem svo gekk óvænt svona vel upp.

Ég var búsettur í Amman, höfuðborg Jórdaníu, þegar ég vann fyrir SÞ, fjarri ættingjum og vinum og byrjaði að fikta við skrifin í frístundum. Það fór hratt og örugglega úr böndunum og út úr því kom fyrsta bókin, Stóri bróðir. Ég lenti bara í þessu.

Fyrsta bókin, eins og þú segir, var Stóri bróðir, sem vann Blóðdropann sem besta glæpasaga ársins. Er það ekki rétt hún sé í vinnslu fyrir sjónvarp? 

Jú, framleiðslufyrirtækið Act 4, sem nýlega sendi frá sér Reykjavik Fusion, er að gera sjónvarpsseríu eftir henni.

Ólafur Darri er að þróa og skrifa þetta með einvalaliði, Anítu Briem, Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Teiti Magnússsyni. Þýska sjónvarpið, eða ZDF Studios, er að vinna þetta með þeim og tökur eiga að hefjast á næsta ári. Að mér skilst, ég vona að ég sé ekki að tala af mér.

Verulega spennandi verkefni, mér líst virkilega vel á þetta hjá þeim.

Skúli í Amman, Jórdaníu
Skúli í Amman, Jórdaníu (2019)
Mynd: Jakob T. Bullerjahn

Ragnarök undir jökli, bókin sem þú varst að senda frá þér. Hvað getur þú sagt okkur um hana? 

Eftir að hafa farið um víðan völl í annarri og þriðju bókinni, frá Auschwitz til Buenos Aires í Maðurinn frá São Paulo og landshorna á milli í Kosta ríka í Slóð sporðdrekans, langaði mig að skrifa alveg íslenska sögu, á Íslandi, um Íslendinga, á slettulausu íslensku máli. Ásatrú, jöklarnir, sandarnir, bjartar nætur, Völuspá og það sem ég kalla víkingaklám, skrúfa þetta allt upp í ellefu.

Sagan er önnur bókin í Kroníkuseríunni, sjálfstætt framhald af Stóra bróður, og fjallar í stuttu máli um Magneu Ísaksdóttur, blaðakonu, og heimsókn hennar í höfuðvígi umdeilds ásatrúarsöfnuðar undir Tindfjallajökli. Hún flækist í háleitar áætlanir allsherjargoðans sem telur sig og safnaðarbörnin ofsótt, hann ætlar að snúa sig undan hæl íslenskra yfirvalda.

Þetta er samtímasaga um völd og firringu og það hvernig blind trú á einstaka menn getur leitt okkur í gönur. Eins og hún er einmitt að leiða heilu þjóðirnar í gönur þessa dagana. Ég vil helst ekki gefa meira upp en þetta fer allt meira og minna í skrúfuna, svo úr öskunni í eldinn og loks alveg í hundana. 

Eins ég segi, allt skrúfað upp í ellefu.

Er þetta þá ekki hefðbundin glæpasaga þar sem morðgáta er rannsökuð?

Það er morð þarna í blábyrjun og nokkur þegar á líður og jú, tvö til viðbótar í fortíðinni, en þetta er ekki saga um illa út leikið lík sem finnst í skurði á íslenskum suddadegi og drykkfelldur lögreglumaður þræðir elliheimilin í leit að svörum. Glæpurinn er ekki að baki heldur yfirstandandi, Magnea er ekki að rannsaka hann heldur lendir í honum svo þetta er frekar þriller en morðgáta eða glæpasaga.

Skúli ásamt Elínu G. Ragnarsdóttir og Ásmundi Helgasyni, útgefendum hans hjá Drápu
Skúli ásamt Elínu G. Ragnarsdóttir og Ásmundi Helgasyni, útgefendum hans hjá Drápu

Magnea var aukapersóna í Stóra bróður en er aðalpersóna hér?

Já, hún var svo að segja aðalaukapersónan í Stóra bróður, kollegi og kærasta Emils, blaðamannsins þar, en mér fannst fara betur á að hafa konu í brennidepli þessarar sögu, meðal annars til móts við þrúgandi karlmennsku allsherjargoðans. Og ég hélt alltaf dálítið upp á Magneu sem persónu.

Emil fær aðeins að vera með og nokkrar aukapersónur úr Stóra snúa aftur, helst Stefán, lögreglustjóri á Suðurlandi, og Yngvar Renfield, blaðamaður Morgundagsins, sem brá líka fyrir í mýflugumynd í Slóð sporðdrekans.

Ein af persónum Stóra bróður og sérstaklega Maðurinn frá Sao Paulo var Héðinn Vernharðsson rannsóknarlögreglumaður. Eigum við von á að sjá hann aftur?

Héðinn er kominn á eftirlaun, blessaður, og mér fannst hann ekki eiga erindi í Ragnarök undir jökli en jú, ég sé fyrir mér að taka einhvern tímann upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í lok Maðurinn frá São Paulo árið 1977.

Verður það fimmta bókin?

Nei, sú fimmta verður þriðja bókin í Kroníkuseríunni sem enn sem komið er telur lítil 600 orð í ritvélinni. Emil og Magnea munu snúa aftur og kannski bregður Héðni gamla fyrir en sjötta bókin gæti orðið önnur sagan um hann sérstaklega, undir lok áttunda áratugarins. En það er framtíðarmúsík.

Skúli eyddi nokkrum mánuðum í Valladolid við að skrifa Ragnarök undir jökli (2025)
Skúli eyddi nokkrum mánuðum í Valladolid við að skrifa Ragnarök undir jökli (2025)

Að skrifunum sjálfum og Ragnarök undir jökli, hvernig er undirbúningi háttað hjá þér þegar þú leggur af stað í bók? Þá er ég kannski ekki síst að spá í sálræna þættinum, líðan og hugsanir sögupersóna.

Bækurnar mínar hafa allar byrjað sem “hvað ef?” spurning og svo undið upp á sig, eins og snjóbolti sem maður ýtir niður bratta hlíð. Ég veit nokkurn veginn hvert ég er að fara, ég er með sum aðalatriðin á hreinu en sé svo hvert sagan leiðir mig.

Hvað varðar sálarlíf og hugrenningar persóna leggst maður í einhverja rannsóknarvinnu en þjáningin, óttinn og illskan - og jú, gleðin og hugrekkið - eru sammannleg og maður setur sig í spor fólks og leggur út af því. Maður kynnist sínum persónum og veit hvernig þær hugsa og bregðast við, ræðir svo kannski við fólk til að skerpa á. Ég lagði til dæmis upp úr því að spyrja systur mína og vinkonu út í það hvernig Magneu, sem konu, myndi vegna í þeim aðstæðum sem upp koma í sögunni. Ég er reyndar rétt farinn að treysta mér til þess að skrifa konur en mér skilst á mér fróðari mönnum, eða konum öllu heldur, að þetta sé í lagi.

En hvernig er það, er rithöfundarstarfið ekki ansi einmanaleg vinna? 

Ég er auðvitað alltaf einn á kaffistofunni þannig að ég þarf að leggja mig sérstaklega eftir félagsskap vina og ættingja til að bæta upp fyrir það. Það er hætt við því að maður missi vitið ef maður gætir ekki að samveru með fólkinu sínu, þó mér komi ágætlega saman við sjálfan mig.

Síðastliðið vor og fram á haust fór ég reyndar einsamall í sjálfskipaða útlegð til Valladolid á Spáni að skrifa megnið af Ragnarök undir jökli og sinna öðrum verkefnum. Því fylgdi töluverð einvera en það var tilgangurinn, ég vildi frið fyrir hversdeginum til að vinna söguna.

Samt er maður aldrei alveg einn. Rakarinn minn, Portúgali sem hlustar á Mammút, og spænsk kona hans urðu góðir vinir mínir. Svo æfði ég spænskuna dálítið í matvörubúðinni og á kaffihúsinu þar sem ég vann hvað mest, ég varð málkunnugur starfsfólkinu þar og þau græjuðu uno de los míos um leið og ég birtist í dyrunum, reyndar ekki merkilegri pöntun en tvöfaldur americano.

Ég tók dálítið frí líka þarna á Spáni, kíkti til Madrídar með mexíkóskri vinkonu minni, fór í göngu í Cañón del Río Lobos-þjóðgarðinum, heimsótti Salamanca og vínekru kunningjafólks í þorpinu Villatuelda. Þannig að það var nóg að gera og í raun ekki einmanalegt þótt ég hafi þurft að hafa meira fyrir því að fá minn skammt af mannlegum samskiptum en heima.

Ætli starf rithöfundarins sé ekki eins einmanalegt og maður leyfir því að vera.

Ragnarök
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja dekurhús ömmu og afa
Myndir
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

Frábær andi yfir þessu einbýli
Gísli Marteinn og félagar tapa peningum
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

Bryndís tekur við embætti Hauks
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

Fékk glerbrot í hrásalatinu
Innlent

Fékk glerbrot í hrásalatinu

MAST varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti
Innlent

MAST varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti

Lögreglan varar við lífshættu fyrir börn
Landið

Lögreglan varar við lífshættu fyrir börn

Miðflokkurinn eini sem tilnefndi ekki talsmann fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn eini sem tilnefndi ekki talsmann fatlaðs fólks

Móðir umdeilds rappara tekin í gíslingu
Heimur

Móðir umdeilds rappara tekin í gíslingu

Vinsæll veitingastaður skellir í lás
Peningar

Vinsæll veitingastaður skellir í lás

TBR hefur gjaldtöku á bílastæði félagsins
Peningar

TBR hefur gjaldtöku á bílastæði félagsins

Draumahús fyrir KR-inga til sölu
Myndir
Fólk

Draumahús fyrir KR-inga til sölu

Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“
Viðtal
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Skúli Sigurðsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska bókmenntaheiminn
Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?
Kynning

Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?

„Næst hittumst við í Moskvu“
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf
Kynning

Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf

Loka auglýsingu