
Eiríkur Stefán Eiríksson blaðamaður er fallinn frá. Hann var 69 ára gamall en Morgunblaðið greinir frá andláti hans.
Eiríkur fæddist í Reykjavík árið 1956. Þegar hann hafði lokið menntaskóla hélt hann erlendis til Noregs þar sem hann lauk prófi frá Blaðamannaskólanum í Osló en hann hafði um nokkurt skeið starfað sem blaðamaður í millitíðinni. Síðar um ævina útskrifaðist hann sem leiðsögumaður.
Hann var þekktur blaðamaður og starfaði meðal annars á Tímanum, Degi og Fiskifréttum. Hann ritstýrði einnig nokkrum ritum og blöðum eins og Gróðri og görðum, Á veiðum og Veiðimanninum. Hann starfaði einnig sem útgefandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka.
Hann sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands í tæpan áratug og sat í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og var meðal annars formaður þar í eitt ár.
Eiríkur lætur eftir sig þrjú börn.
Komment