
Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að tilkynnt hafi verið um slagsmál á salerni á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn á vettvangi fyrir líkamsárás og eignaspjöll. Reyndist hann einnig eftirlýstur í öðru aðskildu máli og var hann vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir þar sem aðili var að grípa í hurðarhúna. Haft upp á viðkomandi og var hann látinn laus eftir samtal við lögreglu.
Tilkynnt var um eld í kjallara en slökkvistarf gekk vel. Grunur er um íkveikju og er málið í rannsókn.
Ökumaður vörubifreiðar var stöðvaður vegna hleðslu farms, nánar tiltekið heybagga. Veittu lögreglumenn því athygli að farmurinn var á hreyfingu við akstur og nálægt því að detta af. Ökumaður bifreiðarinnar var sektaður og látinn gera ráðstafanir.

Komment