
Hinsegin dagar verða settir á morgun, þriðjudaginn 5. ágúst kl.12:00 hjá Ráðhúsinu. Athöfnin mun formlega opna viku af fjölbreyttum viðburðum. Þar á meðal verða fjöldi dragsýninga, uppistand, spurningakeppnir, hlaupahópar og danspartý svo eitthvað sé nefnt. Á föstudaginn verður Fortune Feimster, vinsæl bandarísk leikkona og grínisti, með uppistand í Háskólabíói.
Hápunktur hátíðarinnar verður auðvitað Gleðigangan á laugardaginn, en gangan hefur verið einn af fjölmennustu viðburðum Íslendinga undanfarin ár.
Hægt er að finna dagskrá hátíðarinnar á vefsíðu Hinsegin daga í Reykjavík.
Slagorð Hinsegin daga í Reykjavík þetta árið er „samstaða skapar samfélag“. Í ljósi bakslags í réttindabaráttu hinsegin fólks skiptir samstaða enn meira máli en áður.
Komment