
Sjónvarpsmaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Hjörvar Hafliðason hefur stofnað Fast Media ehf.
Tilgangur félagsins er framleiðsla á auglýsingaefni, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðru tengdu efni í sjónvarpi og á netmiðlum. Kaup, sala, rekstur, eignarhald og leiga fasteigna ásamt almennum fjárfestingum og annarri lánastarfsemi.
Hjörvar er þó ekki sá kemur að fyrirtækinu en Arnar Laufdal Arnarsson er með honum þar á ferð. Hann er þekktur fyrir að sjá um samfélagsmiðla fyrir KSÍ en 20 ára aldursmunur er á þeim félögum.
Hjörvar hefur undanfarin áratug verið einn af þekktustu mönnum Íslands en hann á og sér um Dr. Football, sem er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, og vinnur hann einnig sem íþróttafréttamaður á Sýn.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og stjórnarmaður Sýnar, er maki Hjörvars.

Komment