
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað nýja stjórn fyrir Eyvör, hæfnisetur í netöryggi en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Í nýrri stjórn Eyvarar sitja fulltrúar frá Fjarskiptastofu (formaður), innviðaráðuneytinu, Rannís, HÍ og HR. Stjórnin er skipuð til tveggja ára.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu og stjórnarformaður.
Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri innviðaráðuneyti.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti samfélagssviðs HR.
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.
Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís.
Eitt af verkefnum Eyvarar er að veita netöryggisstyrki en markmiðið með þeim er að styðja verkefni á sviði netöryggis á Íslandi, bæði fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. Samkvæmt stjórnarráðinu fór fyrsta úthlutun netöryggisstyrkjanna fram í haust þegar 13 verkefni hlutu alls 97 milljónir kr. Umsóknarfrestur í vorlotu rann út í mars og alls bárust 40 umsóknir. Úthlutun vorlotu verður kynnt innan skamms.
Komment