
Réttir á veitingastað IKEA í Garðabæ, sem er margrómaður fyrir lágt verð, hafa hækkað um meira en 40% á tveimur árum. Þannig kostaði ýsa í orly 1.195 krónur í febrúar 2023 en er komin upp í 1.695 krónur í dag, eftir þrjár verðhækkanir. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Kjúklingaborgari hefur á sama tíma farið úr 1.295 krónum í 1.795 krónur. Framkvæmdastjórinn segir við Morgunblaðið að hráefnisverð hafi hækkað og laun líka. Hann segir hangikjötið hækka næst.
Athygli vakti eftir efnahagshrunið 2008 þegar IKEA ákvað að gefa börnum frítt að borða.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment