1
Fólk

Eva Laufey færir sig um set

2
Pólitík

Áslaug neitar því að hafa verið drukkin á Alþingi

3
Innlent

Lögreglan óskar aðstoðar almennings við mannaleit

4
Fólk

Bylgja vill fá sannleikann frá Landlæknisembættinu

5
Heimur

Fjögurra ára drengur drukknaði á Tenerife

6
Innlent

Mótmæla mótmælum á Austurvelli

7
Innlent

Annar maður látinn eftir brunann á Hjarðarhaga

8
Landið

Eggert hrækti á lögreglumann og bauðst til að skyrpa á annan

9
Menning

Blóðugar varir Bríetar

10
Innlent

Safnaði nægum pening til að hjálpa 30 fjölskyldum á Gaza

Til baka

Ísland og Mongólía vilja nánara pólitískt samráð

50 ár eru síðan stjórnmálasamband milli ríkjanna var tekið upp

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ásamt Battsetseg Batmunkh utanríkisráðherra Mongólíu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ásamt Battsetseg Batmunkh utanríkisráðherra Mongólíu.Batmunkh hitti einnig Höllu forseta
Mynd: Stjórnarráðið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók í gær á móti Battsetseg Batmunkh, sem er fyrsti utanríkisráðherra Mongólíu til að heimsækja Ísland síðan ríkin tóku upp stjórnmálasamband fyrir fimmtíu árum en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins.

Við þetta tækifæri undirrituðu ráðherrarnir viljayfirlýsingu um aukið pólitískt samráð milli ríkjanna. Á fundi sínum ræddu þær einnig um frekari möguleika til samstarfs, meðal annars á sviði jafnréttismála.

Ísland og Mongólía hafa um langt skeið átt í samstarfi á sviði landgræðslu, og hafa nemendur frá Mongólíu stundað nám við Landgræðsluskóla GRÓ. Í heimsókn sinni mun ráðherrann heimsækja skólann, ræða við mongólska nemendur sem þar stunda nám og kynna sér jafnframt starfsemi jafnréttis- og jarðhitaskóla GRÓ.

Batmunkh átti auk þess fund með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum og hitti Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og Pawel Bartoszek, formann utanríkismálanefndar Alþingis, á meðan dvöl hennar á Íslandi stóð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Tenerife
Heimur

Fjögurra ára drengur drukknaði á Tenerife

1_Emma-Watson-HARRY-POTTER-AND-THE-GOBLET-OF-FIRE-2005
Heimur

Stjarna úr Harry Potter í bráðaaðgerð vegna öndunarörðugleika

Áslaug Arna þingmaður
Pólitík

Áslaug neitar því að hafa verið drukkin á Alþingi

Líf Magneudóttir.
Pólitík

Líf telur mikilvægt að VG bjóði fram undir eigin merkjum

Nýifoss
Landið

Nýifoss þornar upp ef Hagavatnsvirkjun verður að veruleika

Kerti
Innlent

Annar maður látinn eftir brunann á Hjarðarhaga

inga hlátur 2
Innlent

Nýtt hjúkrunarheimili mun rísa á Akureyri

Eyrún Björk
Innlent

Safnaði nægum pening til að hjálpa 30 fjölskyldum á Gaza

Loka auglýsingu