
Mynd: KinoMasterskaya/Shutterstock
Jóhanna Bára Sigurðardóttir, stofnandi Ísbúðar Vesturbæjar, er fallin frá. Hún var 90 ára gömul en Morgunblaðið greindi frá andláti hennar,
Jóhanna fæddist árið 1935 í Jórvík í Álftaveri og ólst þar upp. Hún giftist síðar Aðalsteini Bjarnfreðssyni og stofnuðu saman Ísbúð Vesturbæjar árið 1970 og ráku hana lengi. Hún ræktaði sitt eigið grænmeti þegar hún varð eldri og fékk áhuga á útsaumi.
Hún lætur eftir sig eina dóttur og eina uppeldisdóttur.
Jarðarför hennar fer fram í Kópavogskirkju þann 12. desember klukkan 11:00.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment