1
Fólk

Pabbi Áslaugar Örnu skiptir um vinnu

2
Heimur

Breskur ferðamaður drukknaði á gamlárskvöld

3
Heimur

Ísbjörn réðst á tíu ára gamalt barn

4
Innlent

„Næst kemur svo röðin að Íslandi“

5
Fólk

Brynjar Níels sækir um vinnu

6
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

7
Fólk

Selja lúxusheimili við náttúruperlu

8
Heimur

Lýtaaðgerð samfélagsmiðlastjörnu lauk með sorg

9
Innlent

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel

10
Innlent

Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum

Til baka

Jóhanna Guðrún Skaptason Wilson er fallin frá

Kerti
Mynd: Shutterstock

Jóhanna Guðrún Skaptason Wilson lést í Winnipeg í Manitoba í Kanada föstudaginn 2. janúar síðastliðinn, 106 ára gömul. Mbl.is segir frá andlátinu.

Jóhanna fæddist 15. nóvember árið 1919. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guðrún Símonardóttir, fædd á Gimli í Manitoba árið 1878, og Jósef Björn Skaptason, fæddur í Húnavatnssýslu árið 1873. Móðir hennar var hálfsystir dr. Valtýs Guðmundssonar, alþingismanns og prófessors við Kaupmannahafnarháskóla. Afi og amma Jóhönnu í móðurætt, Símon Símonarson og Valdís Guðmundsdóttir, voru meðal fyrstu Íslendinga sem fluttu til Kanada árið 1874, og tók Valdís á móti fyrsta íslenska barninu sem fæddist á Gimli. Faðir Jóhönnu lést árið 1950 og móðir hennar árið 1960.

Móðir og dóttir létu bæði félagsmál sig miklu varða og áttu ríkan þátt í varðveislu minningar íslenskra hermanna. Móðirin stóð að útgáfu minningarrita um íslenska hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni, en Jóhanna yngri sinnti sambærilegu starfi vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Jóhanna eldri var helsti hvatamaður að stofnun Jón Sigurdsson-kvenfélagsins, kvennadeildar IODE, árið 1916 og gegndi þar formennsku fyrstu 17 árin. Jóhanna yngri var virk í félaginu í meira en átta áratugi, þar af formaður tvisvar. Árið 2023 hlaut hún sérstaka viðurkenningu frá IODE Canada fyrir 80 ára félagsaðild. Í tilefni 100 ára afmælis félagsins var henni haldið heiðurssamkvæmi og var hún þá heiðruð sem elsti félaginn. Spurð um langlífið svaraði hún í viðtali við Morgunblaðið árið 2019 að hún ætti það „íslenska þorskalýsinu“ að þakka.

Jóhanna var um árabil virk í Félagi háskólakvenna í Winnipeg. Hún lauk prófi í heimilisfræði frá Manitoba-háskóla árið 1945 og kenndi fagið í mörg ár. Hún var jafnframt áberandi í íslensku samfélagi borgarinnar, gegndi meðal annars hlutverki fjallkonu líkt og móðir hennar, og heimsótti Ísland fjórtán sinnum á árunum 1964 til 2015. Fyrir störf sín hlaut hún fjölmargar viðurkenningar og var heiðursfélagi í nokkrum félögum.

Eiginmaður Jóhönnu var Alexander Francis „Frank“ Wilson, sem lést árið 2001. Þau eignuðust þrjú börn, Joanne, Carolyn og Frank.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Birkir Bjarnason fer í snyrtivörubransann
Peningar

Birkir Bjarnason fer í snyrtivörubransann

Leikjahæsti leikmaður Ísland fetar nýjan veg
Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum
Innlent

Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum

Guðmundur notaði Pokémon sem vörn í réttarsal
Innlent

Guðmundur notaði Pokémon sem vörn í réttarsal

Aðdáendur safna peningum handa Mickey Rourke
Heimur

Aðdáendur safna peningum handa Mickey Rourke

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel
Innlent

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel

Eiríkur Elís og Ingibjörg fá græna ljósið
Innlent

Eiríkur Elís og Ingibjörg fá græna ljósið

Lýtaaðgerð samfélagsmiðlastjörnu lauk með sorg
Heimur

Lýtaaðgerð samfélagsmiðlastjörnu lauk með sorg

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Selja lúxusheimili við náttúruperlu
Myndir
Fólk

Selja lúxusheimili við náttúruperlu

Pabbi Áslaugar Örnu skiptir um vinnu
Fólk

Pabbi Áslaugar Örnu skiptir um vinnu

Lögreglan fann unga byssumenn í heimahúsi
Innlent

Lögreglan fann unga byssumenn í heimahúsi

Innbrotsþjófur á ferð um Garðabæ
Innlent

Innbrotsþjófur á ferð um Garðabæ

Þrír unglingar dæmdir fyrir hrottalegt morð á heimilislausum manni
Myndir
Heimur

Þrír unglingar dæmdir fyrir hrottalegt morð á heimilislausum manni

Minning

Jóhanna Guðrún Skaptason Wilson er fallin frá
Minning

Jóhanna Guðrún Skaptason Wilson er fallin frá

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin
Minning

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin

Goddur sá sem lést í bílslysinu
Minning

Goddur sá sem lést í bílslysinu

Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir er fallin frá
Minning

Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir er fallin frá

Kjartan Sævar Óttarsson er látinn
Minning

Kjartan Sævar Óttarsson er látinn

Loka auglýsingu