1
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

2
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

3
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

4
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

5
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

6
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

7
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

8
Minning

Þórunn Gröndal er látin

9
Innlent

MAST varar við eiturefni í tei

10
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Til baka

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

„Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð, ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð“

Jón Gnarr
Jón GnarrÞingmaðurinn grínaktugi er fullur iðrunar
Mynd: Víkingur

Leikarinn, þingmaðurinn og fyrrverandi borgarstjórinn, Jón Gnarr, hefur beðist innilegrar afsökunar á orðum sínum sem hann lét falla í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld en þau tengdust Grindvíkingum. Það gerði Jón í færslu sem hann birti á Facebook í morgun.

Jón segir ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr fólki eða sýna vanvirðingu, heldur hitt að vekja athygli á áhrifum náttúruhamfara á mannlíf og sál.

„Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta. Það var ekki ætlun mín að gera gera lítið úr eða sýna fólki vanvirðingu, heldur þvert á móti. Mér var efst í huga hvað við megum okkur oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hvernig það að upplifa jarðhræringar getur kippt undan okkur fótunum og haft djúpstæð áhrif á okkur,” skrifar hann.

Jón rifjar upp fund sinn með Grindvíkingum síðasta sumar:

„Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til.“

Hann segir markmið sitt hafa verið að sýna samkennd:

„Ég vildi sýna meðlíðan og samkennd og skilning á þeirri áfallastreituröskun sem svona getur fylgt. Ég var sjö ára þegar gaus í Eyjum. Pabbi var lögreglumaður og tók þátt í björgunarstarfinu nótt og dag. Að sjá þetta í sjónvarpinu og vita af pabba þarna var óhugnanlegt.“

Jón lýsir tengslum sínum við Grindavík og Svartsengi og segir sig bera hlýhug til bæjarins og íbúanna:

„Ég vann í Svartsengi við lóðaframkvæmdir sem ungur maður og kom þá daglega til Grindavíkur. Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna. Ég heimsótti bæinn og átti fundi með fjölda fólks og heimsótti fyrirtæki og á ekkert nema hlýju til Grindavíkur og allra Grindvíkinga. Og ég held að allir Íslendingar geri það.“

Að lokum biðst Jón afsökunar á orðum sínum:

„Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér. „Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð, ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð.“ Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Auður harmar hatur í garð mótmælenda
Innlent

Auður harmar hatur í garð mótmælenda

„Það er óhugnarlegt að lesa svona og fyllir mann vonleysi“
Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu
Myndband
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

MAST varar við eiturefni í tei
Innlent

MAST varar við eiturefni í tei

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

Innlent

Auður harmar hatur í garð mótmælenda
Innlent

Auður harmar hatur í garð mótmælenda

„Það er óhugnarlegt að lesa svona og fyllir mann vonleysi“
Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

MAST varar við eiturefni í tei
Innlent

MAST varar við eiturefni í tei

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík
Innlent

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

Loka auglýsingu