1
Fólk

Bassi Maraj ákærður fyrir að bíta og berja leigubílstjóra

2
Pólitík

Þingkonan þreytuleg í ræðustól

3
Minning

Haraldur Jóhannsson er fallinn frá

4
Innlent

Grímur játar hvorki né neitar ásökunum Sigga hakkara

5
Innlent

Kynlífsleikfang blasti við Teiti í morgungöngu

6
Innlent

Ber kona öskraði við grunnskóla

7
Minning

Framarar syrgja glaðlyndan félaga

8
Innlent

Maður fluttur á bráðamóttökuna eftir slys

9
Innlent

Einn látinn eftir brunann í Hjarðarhaga

10
Innlent

Vill að fáni Palestínu fái að blakta við ráðhúsið

Til baka

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

„Fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Jón Gnarr árið 2025
Jón GnarrJón Gnarr er ekkert að grínast í þetta skiptið.
Mynd: Alþingi

Auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur farið ofan í fjölmarga íslendinga en margir þeirra hafa lýst yfir óánægju sinni með þær. Ber þar helst að nefna Pálma Gestsson leikara, sem birti sína útgáfu af auglýsingu um sjávarútveginn, og Bubba Morthens sem gaf samtökunum hálfgert rothögg með Facebook-færslu. Þá hefur Ragnar Bragason kvikmyndagerðamaður einnig gagnrýnt auglýsingarnar harðlega. Og nú er það Jón Gnarr sem tekur af sér grínhanskana og lætur höggin dynja á SFS.

„Auglýsingar ná því stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. Auglýsing Orkuveitunnar “Svona viljum við hafa það,” frá 2006 er þekkt dæmi um það. Náði meira að segja í Skaupið. Ég held að þessi nýjasta auglýsing SFS sé slík táknmynd. Ákveðinn hápunktur í herferð útgerðarinnar gegn leiðréttingu veiðigjaldanna.“ Þannig hefst færsla Jóns Gnarr á Facebook en færslan hefur vakið gríðarleg viðbrögð en hátt í þúsund manns hafa líkað við hana og á þriðja tug hafa endurdeilt henni á Facebook. Segir Jón að auglýsingin, sem um ræðir, sé mjög vel gerð en að handritið sé lélegt.

„Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“

Jón gerir því næst lítið úr „áróðri“ sægreifanna og kallar staðhæfingar þeirra „fyrirslátt“ og „leikaraskap“.

„Allur þessi áróður er framleiddur af fólki sem finnst svo þrengt að sér og rekstri sínum, sem sé nú þegar í járnum. Samt er hreinn rekstrarhagnaður þeirra 93 milljarðar (Níutíu og þrjú þúsund milljónir) og fellur aðeins í 84, sem er circa það sem þessi leiðrétting felur í sér. Þau vilja halda því fram að þessar eðlilegu og sanngjörnu aðgerðir séu hrein aðför að þeim og muni jafnvel kippa fótunum undan rekstri þeirra, leggja atvinnuveginn í rúst og tortíma blómlegum sjávarþorpum útum landið.

Þetta er bara einfaldlega ekki rétt og það er Íslensku þjóðinni augljóst að þetta er einungis fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Að lokum bendir Jón á að betra væri að einblína á raunveruleg vandamál, á borð við „langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda“.

„Með atvinnuvegunum okkar þá fjármögnum við innviði samfélagsins; heilbrigðiskerfi, menntun, öldrunarþjónustu, samgöngur, löggæslu osfrv.

Fiskurinn í sjónum er ein af grunnstoðum samfélags okkar. Hann er eign okkar allra og við þjóðin eigum skýlausan rétt á að fá sanngjarnan hluta af þeirri köku

Í stað þess að eyða tíma og peningum í þessa drýldnislegu sérhagsmunagæslu þá ættum við frekar að byggja upp eitthvað sem skiptir raunverulegu máli, einsog til dæmis langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda. Þar ríkir alvöru neyðarástand.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan
Innlent

Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífaárásarinnar í Úlfarsárdal

parisarhjol2
Innlent

Borgaryfirvöld vilja Parísarhjólið aftur upp

Hvaleyrarvatn4
Innlent

Fjórtán ára piltur handtekinn eftir hnífaárás við Hvaleyrarvatn

leikskólabörn
Innlent

Borgin stefnir á tvö þúsund ný leikskólapláss

|
Innlent

Einn látinn eftir brunann í Hjarðarhaga

||
Minning

Framarar syrgja glaðlyndan félaga

Ráðhúsið í Reykjavík
Innlent

Vill að fáni Palestínu fái að blakta við ráðhúsið

aslaugarna
Myndband
Pólitík

Þingkonan þreytuleg í ræðustól

Loka auglýsingu