1
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

2
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

3
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

4
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

5
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

6
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

7
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

8
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

9
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

10
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

Til baka

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

„Fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Jón Gnarr árið 2025
Jón GnarrJón Gnarr er ekkert að grínast í þetta skiptið.
Mynd: Alþingi

Auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur farið ofan í fjölmarga íslendinga en margir þeirra hafa lýst yfir óánægju sinni með þær. Ber þar helst að nefna Pálma Gestsson leikara, sem birti sína útgáfu af auglýsingu um sjávarútveginn, og Bubba Morthens sem gaf samtökunum hálfgert rothögg með Facebook-færslu. Þá hefur Ragnar Bragason kvikmyndagerðamaður einnig gagnrýnt auglýsingarnar harðlega. Og nú er það Jón Gnarr sem tekur af sér grínhanskana og lætur höggin dynja á SFS.

„Auglýsingar ná því stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. Auglýsing Orkuveitunnar “Svona viljum við hafa það,” frá 2006 er þekkt dæmi um það. Náði meira að segja í Skaupið. Ég held að þessi nýjasta auglýsing SFS sé slík táknmynd. Ákveðinn hápunktur í herferð útgerðarinnar gegn leiðréttingu veiðigjaldanna.“ Þannig hefst færsla Jóns Gnarr á Facebook en færslan hefur vakið gríðarleg viðbrögð en hátt í þúsund manns hafa líkað við hana og á þriðja tug hafa endurdeilt henni á Facebook. Segir Jón að auglýsingin, sem um ræðir, sé mjög vel gerð en að handritið sé lélegt.

„Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“

Jón gerir því næst lítið úr „áróðri“ sægreifanna og kallar staðhæfingar þeirra „fyrirslátt“ og „leikaraskap“.

„Allur þessi áróður er framleiddur af fólki sem finnst svo þrengt að sér og rekstri sínum, sem sé nú þegar í járnum. Samt er hreinn rekstrarhagnaður þeirra 93 milljarðar (Níutíu og þrjú þúsund milljónir) og fellur aðeins í 84, sem er circa það sem þessi leiðrétting felur í sér. Þau vilja halda því fram að þessar eðlilegu og sanngjörnu aðgerðir séu hrein aðför að þeim og muni jafnvel kippa fótunum undan rekstri þeirra, leggja atvinnuveginn í rúst og tortíma blómlegum sjávarþorpum útum landið.

Þetta er bara einfaldlega ekki rétt og það er Íslensku þjóðinni augljóst að þetta er einungis fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Að lokum bendir Jón á að betra væri að einblína á raunveruleg vandamál, á borð við „langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda“.

„Með atvinnuvegunum okkar þá fjármögnum við innviði samfélagsins; heilbrigðiskerfi, menntun, öldrunarþjónustu, samgöngur, löggæslu osfrv.

Fiskurinn í sjónum er ein af grunnstoðum samfélags okkar. Hann er eign okkar allra og við þjóðin eigum skýlausan rétt á að fá sanngjarnan hluta af þeirri köku

Í stað þess að eyða tíma og peningum í þessa drýldnislegu sérhagsmunagæslu þá ættum við frekar að byggja upp eitthvað sem skiptir raunverulegu máli, einsog til dæmis langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda. Þar ríkir alvöru neyðarástand.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Á nokkurn sakaferil að baki
Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“
Innlent

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi
Myndir
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu