Kristinn Hannesson, aðalritari Vinafélags Íslands og Kóreu, tók smálán til að komast á hátíðarhöld sem haldin voru í Norður-Kóreu en þetta kemur fram í viðtali við hann í Heimildinni. Kostaði flugið í heildina 380 þúsund krónur að sögn hans.
Kristinn fór til Norður-Kóreu og tók þátt í málþingi um Juche-hugmyndafræðina í tilefni 80 ára afmælis Verkamannaflokks Norður-Kóreu en málþingið átti sér stað í október.
Í viðtalinu gerir aðalritarinn tilraun til að víkja sér undan spurningum um mannréttindabrot sem eiga sér daglega stað í landinu.
„Mannréttindi eru ... Það eru alls konar ríki sem brjóta mannréttindi. Ísland brýtur mannréttindi í fangelsunum, við notum of mikla einangrunarvist. Ísrael fremur þjóðarmorð. En það sem er sagt er sagt án skoðunar. Fólk hefur ekki farið inn í landið og skoðað. Það er verið að notast við gamlar skýrslur,“ segir Kristinn.
„Sögurnar sem við heyrum koma yfirleitt frá svokölluðum uppljóstrurum,“ segir hann „En þessir uppljóstrarar eru ekki marktæk heimild.“
Þá greinir Kristinn frá því að 21 manneskja sé í VÍK.


Komment