
Rapparinn knái Kristmundur Axel Kristmundsson hefur stofnað fyrirtækið gtown slf. en Kristmundur hefur undanfarin 15 ár verið einn af þekktustu röppurum landsins.
Kristmundur komst í sviðsljósið árið 2010 þegar hann sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna með lagið Komdu til baka en lagið fjallar að miklu leyti um fíknivanda föðurs hans. Síðan þá hefur hann átt vinsæl lög á borð við Það birtir alltaf til, Sólin og Ég er.
Litlu mátti muna að Kristmundur færi fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2012 með Bláum Ópal en hljómsveitin lenti í 2. sæti í undankeppninni hér á Íslandi.
Samkvæmt Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins skapandi listir, sviðslistir og afþreying. Jónína Guðný Elísabetardóttir á félagið með Kristmundi en rapparinn fer með prókúruumboð

Komment