1
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Fólk

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik

4
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

5
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

6
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

7
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

8
Innlent

Fóru inn á lokað svæði verslunarkjarna til að bjarga ketti

9
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

10
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Til baka

Kvikmyndahúsin enn í vanda

Smárabíó skilar hagnaði en Laugarásbíó tapar

Smárabíó
SmárabíóSmárabíó hefur verið rekið með hagnaði síðustu ár
Mynd: Smarabio.is

Kvikmyndahús á Íslandi hafa átt í miklum rekstrarerfiðleikum allt frá heimsfaraldrinum árið 2020. Smárabíó, stærsta kvikmyndahús landsins utan Sambíóanna, hefur þó náð að skila hagnaði síðustu þrjú ár. Fyrirtækið Smárabíó ehf. rekur bæði bíósýningar og skemmtisvæði í Smáralind, en í ársreikningi kemur ekki fram sundurliðun tekna, þannig að ekki er ljóst hversu stór hluti þeirra kemur frá kvikmyndahúsarekstrinum. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Heildartekjur Smárabíós ehf. námu 1.105 milljónum króna árið 2024, sem er svipuð upphæð og árið áður. Til samanburðar voru tekjurnar 955 milljónir á verðlagi ársins 2018 þegar félagið rak bæði Smárabíó og Háskólabíó. Hagnaður félagsins á síðasta ári var 46 milljónir króna. Framlegð lækkaði úr 66,6% árið 2023 í 58,9% árið 2024 en var að meðaltali 63,8% á tímabilinu 2018–2024.

Laugarásbíó, sem einnig telst til stærri kvikmyndahúsa landsins, hefur ekki gengið jafn vel. Kvikmyndahúsið ehf., sem rekur Laugarásbíó, velti 256 milljónum króna árið 2024, sem er lítilsháttar aukning frá fyrra ári. Árið 2018, á verðlagi þess tíma, námu tekjur 265 milljónum króna.

Rekstur Laugarásbíós hefur verið taprekstur síðan 2019, þegar félagið skilaði síðast hagnaði, þá 173 þúsund krónum. Árið 2024 nam tap félagsins 12 milljónum króna. Framlegð hefur þó haldist stöðug og var 59,6% í fyrra, samanborið við 60,7% árið 2018. Að meðaltali hefur framlegð félagsins verið 60,8% síðustu ár.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Björn Birgisson skýtur föstum skotum á hægrimenn
Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik
Fólk

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

Smárabíó skilar hagnaði en Laugarásbíó tapar
Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

Vinsæll veitingastaður skellir í lás
Peningar

Vinsæll veitingastaður skellir í lás

Loka auglýsingu