
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líklega verði ekki jafn mikið hvassveðri á Íslandi á morgun og reiknað var með fyrr í vikunni.
„Lægðin sem veldur hvassviðrinu á morgun er nú spá lengra frá landi og stefnir á Færeyjar,“ segir Einar í færslu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook.
„Sú breyting á spánni hefur það í för með sér að vindstrengurinn verður að mestu bundinn við ströndina suðaustanlands og úrkomubakkinn með snjó nær varla landi nema frá Öræfajökli og austur á firði. Úrkomumagnið líka minna en áður var ætlað,“ heldur Einar áfram.
„Mjög þekkt lægðastef og finna mætti nokkur óveður á síðustu árum sem hafa sama svipmót eða nánast eins og þetta! Mesti veðurhamurinn verður samkvæmt þessu á Ingólfshöfða, hugsanlega 25-28 m/s í meðalvind. Þar niðurfrá er hins vegar enginn á þessum árstíma nema fuglinn fljúgandi.“
Hægt er að lesa alla færslu Einars hér fyrir neðan.

Komment