1
Innlent

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

2
Innlent

Rakel tekur við í janúar

3
Fólk

Þórsmörk sett á sölu

4
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

5
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

6
Fólk

Ráðherra sprakk úr hlátri

7
Fólk

Simmi fer í meðferð

8
Innlent

Elí Helgi gekk í skrokk á liggjandi manni með kylfu

9
Heimur

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði

10
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Til baka

Metuppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi

Besti árangur í tíu ár

Guðmundur Kristjánsson Brim - NOTA ÞESSA
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BrimsBækistöð uppsjávarvinnslu félagsins er á Vopnafirði
Mynd: Brim

Uppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi var sá mesti sem fyrirtækið hefur fengið á tímabilinu síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins, þar sem tölur eru bornar saman frá árinu 2015. Samtals veiddust 39.546 tonn af uppsjávarafla. Austurfrétt fjallaði um málið.

Vel heppnuð makrílvertíð og óvenju góð kolmunnaveiði voru stærstu ástæður þessa góða árangurs. Skip Brims veiddu 10.300 tonn af kolmunna, sem er óvanalegt á tímabilinu júlí til september, en þau héldu á kolmunnamið í lok ágúst. Þá voru veidd 10.632 tonn af síld og 18.616 tonn af makríl. Alls voru unnin 15.600 tonn í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði, samanborið við 12.000 tonn á sama tíma í fyrra.

Eitt bolfiskskipa félagsins, Þerney, var notað við makrílveiðar í sumar og jók það afraksturinn enn frekar.

Afkoman af uppsjávarveiðum var einnig sterk, að mestu leyti vegna hárra verða á makrílmörkuðum og góðrar nýtingar í vinnslunni á Vopnafirði. Hagnaður af uppsjávarveiðum það sem af er árinu nam 33,6 milljónum evra, eða tæpum fimm milljörðum króna, og hefur aðeins verið meiri árin 2022 og 2023 þegar mikil loðnuveiði var.

Sé horft til fyrstu níu mánaða ársins nam uppsjávarafli Brims um 77 þúsund tonnum, sem jafnast á við meðalafla. Þar vegur það þungt að engin loðna veiddist. Einnig eru blikur á lofti vegna spár um aflasamdrátt í kolmunna og makríl samkvæmt alþjóðlegri veiðiráðgjöf.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ástrós Trausta hefur bókaútgáfu
Fólk

Ástrós Trausta hefur bókaútgáfu

Loksins segja eflaust einhverjir
Samkynhneigð hjónabönd fá vernd innan ESB
Heimur

Samkynhneigð hjónabönd fá vernd innan ESB

Banna hunda- og kattaát í einni fjölmennustu borg heims
Heimur

Banna hunda- og kattaát í einni fjölmennustu borg heims

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði
Landið

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði

Ráðherra sprakk úr hlátri
Myndir
Fólk

Ráðherra sprakk úr hlátri

Zelensky tilbúinn að samþykkja friðartillögu Trumps
Heimur

Zelensky tilbúinn að samþykkja friðartillögu Trumps

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“
Pólitík

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“

Hjörvar fer í kvikmyndabransann
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði
Myndband
Heimur

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði

Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði
Fólk

Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

Landið

Metuppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi
Landið

Metuppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi

Besti árangur í tíu ár
Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði
Landið

Grunur um mögulegt strok á eldisfiski í Reyðarfirði

Búast má við snjó og stormi í vikunni
Landið

Búast má við snjó og stormi í vikunni

Lögreglan varar við lífshættu fyrir börn
Landið

Lögreglan varar við lífshættu fyrir börn

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun
Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Loka auglýsingu