
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, stendur á krossgötum þessa dagana. Sýnilegt þykir að hann sé illa haldinn af ráðherraveiki með tilheyrandi fráhvörfum sem lýsa sér meðal annars í vanstillingu. Þannig missti hann stjórn á sér í þinginu þegar veiðigjöldin voru til umræðu og var með nokkrum hljóðum. Seinna greip hann til þess að uppnefna Kristrúnu Frostadóttur sem „yfirlætisráðherra“.
Innan úr myrkviðum Sjálfstæðisflokksins heyrist að hulduhera Guðlaugs sé að vígbúast og undirbúin að hann fái leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hermt er að búið sé að bera víurnar í kraftaverkamanninn Bolla Thoroddsen að leiða framboð Guðlaugs og velta Hildi Björnsdóttur úr sessi. Gárungar segja að leiðtogasæti í Reykjavík sé eina lækningin sem dugi fyrir Guðlaug til að vinna á veikinni.
Vandinn kann hins vegar að vera sá að stóll Hildar er sýnd veiði en ekki gefin. Þar gæti skipt miklu að Hildur er á besta aldri en Guðlaugur er kominn í seinni hálfleik …
Komment