Ráðstefnan Hampur fyrir framtíðina var haldin í þriðja sinn í síðustu viku og en að sögn skipuleggjanda hefur hún það markmið að skapa vettvang fyrir fræðilega og faglega umræðu um hamp og fjölbreytt tækifæri sem felast í nýtingu hans.
Á dagskránni voru fyrirlestrar frá innlendum og erlendum sérfræðingum með sérstakri áherslu á sjálfbærni, nýsköpun, heilsu og vistvænar lausnir.
„Meðal erlendra gesta eru þekktir fræðimenn og frumkvöðlar á sviði hampiðnaðar, þar á meðal Dr. Jan Slaski, Mara Gordon, Jamie L. Pearson og Jeff Lowenfels, auk íslenskra sérfræðinga sem leggja áherslu á möguleika hampins í tengslum við heilbrigðisþjónustu, byggingarefni og sjálfbæra þróun,“ sagði í tilkynningu um ráðstefnuna.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, mætti á ráðstefnuna og skrásetti með myndavél sinni.













Komment