
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hafnar borgin fullyrðingum sem settar voru fram í Morgunblaðinu fyrir stuttu síðan. Telur borgin ástæðu til að leiðrétta rangfærslur og ónákvæmni sem komu fram í umfjöllun Morgunblaðsins um reikningsskil borgarinnar en sú frétt var birt mánudaginn 7. apríl síðastliðinn.
Umfjöllunin varðar fyrirspurn sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar þann 2. janúar síðastliðinn. Í fyrirspurninni var óskað eftir sjónarmiðum borgarinnar um ýmis atriði sem tengjast reikningsskilum hennar, sérstaklega varðandi mat og flokkun eigna Félagsbústaða hf. Fjármála- og áhættustýringarsvið svaraði fyrirspurninni með bréfi dagsettu 17. mars 2025.
Í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er gerð grein fyrir þeim rangfærslum sem fram komu í umfjöllun Morgunblaðsins, meðal annars þeirri fullyrðingu að reikningsskil Reykjavíkurborgar séu án lagastoðar, og vikið að misskilningi sem felst í þeirri túlkun á svari borgarinnar til eftirlitsnefndar.
Hægt er að lesa minnisblaðið og svar borgarinnar til eftirlitsnefndarinnar hér fyrir neðan:
Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Svar fjármála- og áhættustýringarsviðs til eftirlitsnefndar.
Komment