1
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

2
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

3
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

4
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

5
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

6
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

7
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

8
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

9
Innlent

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík

10
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Til baka

Ríkið heldur áfram að leigja þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna

Allar þrjár verða áfram næstu sjö ár

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra ÍslandsSegir þetta endurspegla áherslu ríkisstjórnarinnar í öryggismálum
Mynd: Viðreisn

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá samningi við núverandi leigusala um áframhaldandi leigu á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæslu Íslands til næstu sjö ára en greint er frá því í tilkynningu frá ríkinu.

„Nýr leigusamningur fyrir björgunarþyrlur Landhelgisgæslu Íslands er ákaflega þýðingarmikill en með honum er viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar til leitar- og björgunar tryggð innan íslensku efnahagslögsögunnar næstu sjö árin hið minnsta. Þyrlurnar hafa gegnt lykilhlutverki við leit og björgun, sjúkraflutninga og almannaöryggi. Það er ljóst að þyrlurnar hafa skipt sköpum við afar krefjandi björgunaraðstæður bæði á sjó og landi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra um málið.

„Þessi samningur endurspeglar áherslu ríkisstjórnarinnar í öryggismálum. Síðasta ár var metár í útköllum, þar af var helmingur þeirra vegna sjúkraflutninga. Við þurfum að tryggja öryggi fólksins í landinu.“

Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru þyrlurnar af gerðinni Airbus Super Puma H225 og komu í flugflota Landhelgisgæslu Íslands á árunum 2019-2021. Þær eru afar vel útbúnar til leitar- og björgunarstarfa á norðlægum slóðum og verður með nýja samningnum útbúnaðurinn bættur enn frekar.

Þá er greint frá því að umsamin leigufjárhæð fyrir öll 7 árin sem þyrlurnar eru leigðar sé um 56 milljónir evra, eða sem samsvarar rúmum átta milljörðum íslenskra króna

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjúkrunarfræðingur dró blóð úr vandræðamanni
Innlent

Hjúkrunarfræðingur dró blóð úr vandræðamanni

Maðurinn er grunaður um að valda umferðaróhappi
Lyfja í samstarf við brautryðjanda
Innlent

Lyfja í samstarf við brautryðjanda

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku
Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun
Heimur

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar
Heimur

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík
Innlent

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Nú hitnar í kolunum hjá Íslendingum
Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Loka auglýsingu