1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

„Risa áhyggjuefni fyrir Ísland“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, lýsir áhyggjum af stöðu landsins.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín JakobsdóttirSegist hafa trúað því að heimurinn yrði betri og betri.
Mynd: AFP

Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lýsir áhyggjum af því að Íslandi sé ógnað af tilburðum stórra ríkja. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun segir hún að Íslendingar ættu að leita samstarfs við Evrópuríki, en þó ekki ganga í Evrópusambandið.

„Bandaríkin eru að lýsa áhuga sínum og útiloka ekki að beita hervaldi til að taka yfir Grænland, sem er auðvitað hluti af Danmörku. Þannig að bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessa strauma,“ segir hún.

„Fyrir Ísland sem er þetta litla ríki: Við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar. Að við séum með skýra rödd og sterka rödd á alþjóðavettvangi í krafti alþjóðlegs samstarfs, þar sem hvert ríki skiptir máli. Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna þá ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland, sem byggir einmitt tilvist sína á að þessar reglur séu virtar.“

Hún lýsir sömuleiðis áhyggjum af því að gildi Íslendinga haldi velli. „Þó við deilum um margt hér á landi þá höfum við verið nokkuð sameinuð um þessi grunngildi lýðræði, mannréttindi og réttarríkið.“

Hún segir fjölþjóðlega kerfið ekki vera dautt. Lausnin, að mati Katrínar, er að leita samstarfs við Evrópuþjóðir um varnarmál. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf. Við erum innan EES. Við erum í samstarfi innan Evrópu um margháttuð málefni. Mér finnst að við eigum að byggja okkar alþjóðasamstarf á þessar sýn og þessum gildum. Og það má alveg kosta.“

Katrín situr nú í Hrinborði Norðurslóða. Flokkur hennar, Vinstri græn, náðu ekki kjöri til Alþingis í þingkosningum í nóvember í fyrra, eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sjö ár. Vinstri græn höfðu lengi á stefnuskrá sinni að ganga úr varnarbandalaginu Nató, en fylgdu því ekki eftir í ríkisstjórn. Katrín, sem er friðarsinni, lýsir því hvernig lífssýn hennar hefur breyst.

„Ég ólst upp á níunda og tíunda áratugnum og maður hafði svo mikla trú á að heimurinn væri alltaf á réttri leið, yrði endalaust betri.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Hópur manna voru með ólæti inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“
Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Loka auglýsingu