1
Innlent

MAST varar við mikilli neyslu á Bugles

2
Innlent

Umdeild auglýsingaherferð Arion banka tekin úr umferð

3
Pólitík

Sósíalistar rífast: „Þegiðu!“

4
Peningar

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

5
Landið

Kristinn mjaðmagrindarbraut konu

6
Heimur

Farþegar og áhöfn grétu í hræðilegu flugi í Japan

7
Minning

Magnús Þór Hafsteinsson lést í sjóslysinu

8
Innlent

Gæsluvarðhaldið aftur framlengt yfir Margrét Löf

9
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi

10
Heimur

Hetja bjargaði unglingi frá hákarli

Til baka

„Risa áhyggjuefni fyrir Ísland“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, lýsir áhyggjum af stöðu landsins.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín JakobsdóttirSegist hafa trúað því að heimurinn yrði betri og betri.
Mynd: AFP

Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lýsir áhyggjum af því að Íslandi sé ógnað af tilburðum stórra ríkja. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun segir hún að Íslendingar ættu að leita samstarfs við Evrópuríki, en þó ekki ganga í Evrópusambandið.

„Bandaríkin eru að lýsa áhuga sínum og útiloka ekki að beita hervaldi til að taka yfir Grænland, sem er auðvitað hluti af Danmörku. Þannig að bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessa strauma,“ segir hún.

„Fyrir Ísland sem er þetta litla ríki: Við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar. Að við séum með skýra rödd og sterka rödd á alþjóðavettvangi í krafti alþjóðlegs samstarfs, þar sem hvert ríki skiptir máli. Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna þá ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland, sem byggir einmitt tilvist sína á að þessar reglur séu virtar.“

Hún lýsir sömuleiðis áhyggjum af því að gildi Íslendinga haldi velli. „Þó við deilum um margt hér á landi þá höfum við verið nokkuð sameinuð um þessi grunngildi lýðræði, mannréttindi og réttarríkið.“

Hún segir fjölþjóðlega kerfið ekki vera dautt. Lausnin, að mati Katrínar, er að leita samstarfs við Evrópuþjóðir um varnarmál. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf. Við erum innan EES. Við erum í samstarfi innan Evrópu um margháttuð málefni. Mér finnst að við eigum að byggja okkar alþjóðasamstarf á þessar sýn og þessum gildum. Og það má alveg kosta.“

Katrín situr nú í Hrinborði Norðurslóða. Flokkur hennar, Vinstri græn, náðu ekki kjöri til Alþingis í þingkosningum í nóvember í fyrra, eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sjö ár. Vinstri græn höfðu lengi á stefnuskrá sinni að ganga úr varnarbandalaginu Nató, en fylgdu því ekki eftir í ríkisstjórn. Katrín, sem er friðarsinni, lýsir því hvernig lífssýn hennar hefur breyst.

„Ég ólst upp á níunda og tíunda áratugnum og maður hafði svo mikla trú á að heimurinn væri alltaf á réttri leið, yrði endalaust betri.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Inga Sæland Mosó
Innlent

Ætla sér að þrefalda hjúkrunarrými í Mosfellsbæ

Inga segist hafa skýra framtíðarsýn
Herdís Dröfn
Peningar

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

japan Airlines 2
Myndband
Heimur

Farþegar og áhöfn grétu í hræðilegu flugi í Japan

Magnús Þór Hafsteinsson
Minning

Magnús Þór Hafsteinsson lést í sjóslysinu

Jón Þröstur
Innlent

Írska lögreglan hefur yfirgefið landið

Margrét löf
Innlent

Gæsluvarðhaldið aftur framlengt yfir Margrét Löf

Akureyri
Landið

Haukur nefbraut mann á veitingastað

Ryland Headley
Heimur

92 ára Breti dæmdur fyrir nauðgun og morð

Akureyri
Landið

Kristinn mjaðmagrindarbraut konu

Inga Sæland
Pólitík

Miklar breytingar á lögum um fæðingarorlof samþykktar

Kerti
Minning

Kristján Skagfjörð Thorarensen er fallinn frá

Grafarvogur
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi

Pólitík

Inga Sæland
Pólitík

Miklar breytingar á lögum um fæðingarorlof samþykktar

Inga segir breytingarnar vera umbætur sem geti skipt afskaplega miklu máli
Kristrún Trump Þorgerður Katrín
Pólitík

Trump sat á móti Kristrúnu sem „fékk að minnsta kosti gott bros“

Vorstjarnan Sanna
Pólitík

Sósíalistar rífast: „Þegiðu!“

Gunnar Smári Egilsson
Pólitík

Gunnar Smári segist ekki vera að stofna nýjan flokk

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Pólitík

„Í dag er hún valdamesta manneskjan í Sjálfstæðisflokknum“

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Pólitík

Ráðherra veitir 150 milljón króna viðbótarframlagi til starfsemi UNRWA

Loka auglýsingu