
Slökkvilið að störfumMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðsins greinir frá því í tilkynningu að það hafi sinnt 76 sjúkraflutningum undanfarin sólarhring.
Af þeim voru 19 í forgangi að sögn slökkviliðsins. Þá hafi dælubílar farið í þrjú útköll, tvö vegna vatnstjóns og eitt minni háttar aðstoð við borgara. Þá birti slökkvilið mynd frá útkalli þar sem þurfti að sækja sjúkling sem ekki var hægt að komast að á sjúkrabíl.
Þá var keyrt á gangandi vegfaranda í Kaplakrika í morgun en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan viðkomandi.

Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment