
Í dagbók lögreglu frá þvi í nótt er greint frá að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í Reykjavík. Ekki urðu nein meiðsli á fólki en annar ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis og var því vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að vera sviptur ökuréttindum, laus að lokni venjubundnu ferli.
Tilkynnt var um íþróttaslys í Garðabæ og hlaut stúlka minni háttar meiðsli en hún flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Hafnarfirði fyrir brot á lögreglusamþykkt og vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um líkamsárás en brotaþoli hlaut minni háttar meiðsli og var málið afgreitt á vettvangi.
67 mál voru bókuð í kerfi lögreglu og gistu tveir fangaklefa.
Komment