
Mikil spenna ríkir vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða næsta vor og stefnir í hörkubaráttu og þá sérstaklega í Reykjavík.
Kristrún Frostadóttir er í leit að frambjóðanda sem gæti hirt oddvitasætið af Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Píratar eru í upplausn eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir skipti yfir í Samfylkinguna. Restin af vinstri vængnum með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í farabroddi veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Sjálfstæðisflokkurinn er margklofinn og Miðflokkurinn er óskrifað blað.
Líklegt er því að margir nýir borgarfulltrúar verði kosnir á næsta ári og vill leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson verða einn af þeim ef marka má hávært slúður í borginni.
Það sem kemur hins vegar á óvart er að leikarinn ætlar að sækjast eftir sæti hjá Samfylkingunni en hann var orðaður við framboð hjá Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur. Sagt er að Þorvaldur vilji fá annað sæti hjá Samfylkingunni ...

Komment