
Öryggisfyrirtækið Laco ehf. borgaði þremur lögreglumönnum árið 2012 fyrir störf sín en fyrirtækið var meðal annars í eigu Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns en Heimildin segir frá því í nýjasta blaði sínu. Greint var frá því í Kveiks þætti á þriðjudaginn var að Lúðvik hafi stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson sama ár og lögreglumennirnir unnu fyrir Laco.
Unnar Már Ástþórsson, sem núna er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við Heimildina að hann hafi sinnt verkefni fyrir fyrirtæki Lúðvíks eina nótt á Hótel Nordica og að það hafi verið eindæmum rólegt. Unnar segir að þetta hafi verið eina skipti sem hann hafi unnið við öryggisgæslu hjá fyrirtæki í einkaeigu.
Heimildin segir að ekki hafi náðst í hina tvo lögreglumennina sem starfað hafi fyrir Laco árið 2012.
Komment