
Sýnt þykir að Inga Sæland muni þurfa að velja nýjan ráðherra í embætti menntamálaráðherra þegar fyrir liggur að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er kominn í langt veikindafrí vegna glímu sinnar við erfiðan hjartasjúkdóm.
Meðal hugmynda um eftirmann er sú að Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður, sem á sínum tíma sagði af sér vegna ótímabærrar barneignar með yngri manni, snúi aftur í sitt fyrra embætti.
Bent er á að Ásthildur hafi í raun sætt aðför vegna bernskubreks sem ekki hafi falið í sér það lögbrot sem gefið var til kynna í umræðunni. Aðrir telja að endurkoma hennar myndi leiða til uppnáms og Flokkur fólksins gerði réttast í því að fá ráðherra utan þings til að taka við keflinu og fara þannig sömu leið og Viðreisn gerði þegar Daði Már Kristófersson var settur fjármálaráðherra …
Komment