1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

3
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

4
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

5
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

6
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

7
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

8
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

9
Innlent

Hópuppsögn hjá Icelandair

10
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

Til baka

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Sólveig Anna skrifar um stöðuna á húsnæðismarkaðnum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Mynd: Efling
Sólveig Anna JónsdóttirSólveig Anna segir ómögulegt fyrir verkafólk að eignast sitt eigið húsnæði
Mynd: Efling

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðu verkafólks á húsnæðismarkaði vera óboðlega og stjórnendur samfélagsins sýna algert skeytingarleysi gagnvart vanda launafólks. Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í morgun.

„Ég byrja daginn á að svara pósti frá Eflingar-félaga. Þessi manneskja vildi deila með mér stöðunni sem að hún ásamt fjölskyldu sinni er í á gróðavæddum húsnæðismarkaði valdastéttarinnar, þar sem að verkafólk er neytt til að borga fúlgur fjár í hverjum mánuði til þriðja aðila, bara til þess að tryggja sér þak yfir höfuðið,“ skrifar Sólveig Anna.

Hún segir að fjölskyldan hafi safnað fyrir húsnæði en að aðstæður á markaði geri það ómögulegt að eignast eigið heimili. „Vegna þess að seðlabankastjóri virðist hatast við fólk úr stétt vinnuaflsins og íslenskt stjórnmálafólk virðist aðeins vera í vinnu hjá sjálfu sér við að dunda sér við sjálfu-tökur og smá greinarskrif, er ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að eignast eigið húsnæði. Því heldur húsnæðis-arðránið áfram, og þau eru látin strita til að gera þá ríku enn ríkari,“ segir hún.

Sólveig Anna bætir við að hún fái fjölda sambærilegra skilaboða frá bæði innlendu og aðfluttu verkafólki. „Fólkinu sem með vinnu sinni skapar verðmæti þjóðarbúsins og heldur jafnframt umönnunarkerfum samfélagsins gangandi, en þarf að þola algjört og ískalt skeytingarleysi stjórnmálafólks, sem lofar öllu fögru í aðdraganda kosninga en hefur svo aldrei dug til að standa við nokkurn skapaðan hlut,“ skrifar hún.

Hún lýsir stjórnmálunum sem „framapoti fólks sem þráir vegtyllur og elskar að vera með góð laun, eða tækifæri til að stjórna opinberum fjármálum með hagsmuni auðvaldsins í fyrirrúmi.“

Í lok færslunnar leggur hún áherslu á að breytingar muni aðeins verða með skipulagðri baráttu verkafólks. „Ég lifi í þeirri von að Eflingar-fólk nái að skipuleggja baráttuna framundan með þeim hætti að efnahagsleg og pólitísk valdastétt sjái sig tilneydda að verða við kröfum okkar um réttlæti til handa stéttar vinnuaflsins. Á þessum tímapunkti hef ég nákvæmlega enga trú á því að meðlimar valdastéttarinnar séu færir um að gera annað en að strjúka eigin egóum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

„Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á þessu“
Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Þrjú nýleg dæmi um þjófnað á greiðslukortum
Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Loka auglýsingu