
Vilhelm Guðmundsson rafvirkjameistari lést í faðmi nánustu aðstandenda 15. desember síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var 85 ára. Akureyri.net sagði frá andlátinu.
Vilhelm fæddist á Sauðárkróki 8. september 1940 en foreldrar hans voru María Júlíusdóttir (1912–1997) og Guðmundur Jónatansson (1911–1989). Systkini Vilhelms eru Elsa, Helga, Freyja, Sigurður og Pálmi, en bróðir hans Bjarni er látinn.
Vilhelm gekk í hjónaband 31. desember 1963 með Rannveigu Svövu Alfreðsdóttur (f. 5. desember 1942). Þau eignuðust tvö börn: Björk Vilhelmsdóttur (f. 14. nóvember 1962), í sambúð með Gunnari Birni Þórhallssyni (f. 17. janúar 1963), en börn þeirra eru Vilhelm, Viðar, Gunnar Björn, Arna Rut og Bríet Kristý, og Ölfu Vilhelmsdóttur (f. 3. september 1966), en börn hennar eru Kristófer, Emilía og Rannveig. Langafabörn Vilhelms eru fjórtán talsins.
Vilhelm fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Að loknu grunnskólanámi hóf hann nám í rafvirkjun og öðlaðist meistararéttindi haustið 1967. Hann starfaði við iðn sína af alúð og natni allt til 75 ára aldurs.
Útför Vilhelms Guðmundssonar fór fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8. janúar.

Komment